Verulegra skattahækkana er að vænta á vöruflutninga á landsbyggðinni.
Verulegra skattahækkana er að vænta á vöruflutninga á landsbyggðinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Landsbyggðin á undir högg að sækja um þessar mundir, en hún stendur frammi fyrir lagabreytingum sem munu hafa mikil áhrif á tekjur sveitarfélaga víða um land til hins verra, atvinnulíf og vöruverð til hins almenna neytanda.

Eins og fjallað var um í fréttaskýringu í laugardagsblaði Morgunblaðsins stendur til að afnema ívilnanir á tolli og virðisaukaskatti vegna minni skemmtiferðaskipa í hringsiglingu um landið nú um áramót. Afnám ívilnananna er enn óútfært og ekki hefur verið unnið mat á efnahagsáhrifum ákvörðunarinnar eins og til stóð.

Óvissan hefur leitt til þess að útgerðir þessara skipa eru farnar að afbóka ferðir, ekki vegna þess að þær séu mótfallnar því að greiða auknar álögur, heldur vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið eigi að greiða eða hvenær. Ferðir með skipum sem þessum eru seldar mörg ár fram í tímann og fyrirvarinn svo skammur og óvissan það mikil að

...