Niðurstöður kosninganna í Bandaríkjunum munu hafa áhrif á efnahagslíf heimsins en greinendur hafa ef til vill of miklar áhyggjur af tali Trumps um tolla. Listamaðurinn Alkent Pozhegu við mósaíkverk sitt af Trump og Harris.
Niðurstöður kosninganna í Bandaríkjunum munu hafa áhrif á efnahagslíf heimsins en greinendur hafa ef til vill of miklar áhyggjur af tali Trumps um tolla. Listamaðurinn Alkent Pozhegu við mósaíkverk sitt af Trump og Harris. — AFP/Armend Nimani

Það gæti gerst að það taki nokkra daga að fá á hreint hvort Donald Trump eða Kamala Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna en úrslitin munu einkum ráðast af skiptingu atkvæða í sjö ríkjum: Georgíu, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin, Arizona og Nevada. Fyrstu ríkin tvö ættu að klára talninguna hratt og vel en Pennsylvanía verður sennilega ekki með sínar tölur klárar fyrr en undir morguninn að staðartíma. Búist er við að tölurnar í Wisconsin liggi fyrir á miðvikudag en í Arizona og Nevada gæti talningin tekið nokkra daga.

Samkvæmt skoðanakönnunum er svo mjótt á munum á milli Trumps og Harris að engin leið þykir að spá um það með vissu hvort þeirra mun sigra. Rétt er samt að hafa þann fyrirvara á könnununum að andúð vinstrimanna í garð Trumps er svo mikil, og heiftin slík, að stuðningsmenn hans hafa tamið sér að fara leynt með afstöðu sína til að forðast árekstra og leiðindi. Kæmi

...