Samruni verslunarfyrirtækja í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Skeljar og verslanakeðjunnar Samkaupa var nánast í höfn þegar Samkaup ákváðu að slíta viðræðunum.
Ásgeir Reykfjörð forstjóri Skeljar segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikilvægt sé að fá öflugan keppinaut inn á markaðinn til móts við Festi og Haga. Hann segir að hugmyndin að samrunanum við Samkaup hafi verið að búa til burðugan keppinaut við risana tvo sem séu vel rekin og glæsileg fyrirtæki.
Tilkynnt var í síðustu viku að viðræðum fyrirtækjanna hefði verið slitið. Í tilkynningu til fjölmiðla vísuðu Samkaup til þess að athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hefði verið ástæða viðræðuslitanna.
Ásgeir kemur ekki auga á hvernig athugun ESA hafi haft áhrif á viðræðurnar við Samkaup. Hann segir að Skel hafi lagt fram það skilyrði
...