Álag Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku barna vegna sýkingarinnar.
Álag Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku barna vegna sýkingarinnar. — Morgunblaðið/Karítas

Tíu börn liggja enn á Barna­spítala Hrings­ins vegna E. coli-sýk­ing­ar sem kom upp á leik­skól­an­um Mánag­arði fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um. Þar af er eitt barn á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél og verður eitt­hvað áfram.

Þetta staðfest­i Valtýr Stef­áns­son Thors, yf­ir­lækn­ir barna­lækn­inga á Land­spít­al­an­um, í sam­tali við mbl.is í gær. Flest barn­anna eru á bata­vegi, en þó ekki öll. Þá eru 15 til 20 börn í eft­ir­liti á bráðamót­töku barna á tveggja daga fresti að öllu jöfnu. „Það er mikið álag á bráðamót­tök­unni og deild­inni, þetta er ansi þungt hjá okk­ur,“ seg­ir Valtýr.

Ekki hafa komið upp ný smit síðustu daga og ger­ir Valtýr ráð fyr­ir að hóp­sýk­ing­in sé að ganga yfir. Það sé vissu­lega já­kvætt. E. coli-smitið hef­ur verið rakið til blandaðs naut­a- og kinda­hakks sem börn­in fengu í mat­inn á leik­skól­an­um þann 17. októ­ber síðastliðinn. Var það niðurstaða rann­sókn­ar að meðhöndl­un og eld­un þess hefði ekki verið með

...