Ásgeir Reykfjörð forstjóri Skeljar.
Ásgeir Reykfjörð forstjóri Skeljar. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Um miðjan október gerði eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fyrirvaralausa húsleit hjá Skel fjárfestingarfélagi, á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals, dótturfélags Heimkaupa, sem er í 81% eigu Skeljar. Þetta var í fyrsta sinn sem slík aðgerð var framkvæmd á Íslandi en sambærilegar aðgerðir höfðu farið fram í Noregi.

Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hefur Skel áætlað hlutdeild Lyfjavals á lyfjamarkaði í kringum 10%. Eigin innflutningur Lyfjavals hefur verið hverfandi og snert aðallega á eftirfarandi vöruflokkum: covid-prófum, strimlum fyrir sykursjúka og rafhlöðum fyrir heyrnartæki. Lyfjaval hefur ekki sinnt útflutningi.

Ásgeir segir að sig gruni að margir í atvinnulífinu hafi orðið hissa á að eftir 30 ár í EES komi í ljós að á Íslandi sé tvöfalt samkeppniseftirlit. Annars vegar það sem lúti íslenskum lögum, og

...