Gegnumbrot Valskonan Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn ÍR-inga í leik Vals og ÍR í úrvalsdeildinni í handbolta í Breiðholtinu í gærkvöldi.
Gegnumbrot Valskonan Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn ÍR-inga í leik Vals og ÍR í úrvalsdeildinni í handbolta í Breiðholtinu í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Valur er enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir útisigur á ÍR, 31:23, í gærkvöldi.

Valskonur hafa unnið alla átta leiki sína og eru nú með 16 stig, sex stigum meira en Haukar og Fram. ÍR er með fjögur stig og í fallbaráttu. Grótta er í botnsætinu með tvö og Stjarnan og ÍR koma næst með fjögur stig.

Valskonur skoruðu sex fyrstu mörkin og var verkefnið ærið fyrir ÍR eftir það. Staðan í hálfleik var 17:12 og eftirleikurinn þægilegur fyrir gríðarlega sterkt Valslið.

Var leiknum í gær flýtt vegna leiks Vals og Kristianstad frá Svíþjóð í Evrópubikarnum sem fram fer á laugardag.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir gerðu sex mörk hvor fyrir Val og Hafdís Renötudóttir varði tíu skot. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði sex fyrir ÍR. Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot.