Jöfnunarmark Gunnar Orri Olsen skorar annað mark Íslands og tryggir liðinu eitt stig gegn Spáni. Það dugði hins vegar ekki til að vinna riðilinn.
Jöfnunarmark Gunnar Orri Olsen skorar annað mark Íslands og tryggir liðinu eitt stig gegn Spáni. Það dugði hins vegar ekki til að vinna riðilinn. — Morgunblaðið/Eyþór

Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta gerði í gærkvöldi jafntefli, 2:2, gegn Spáni í undankeppni EM, en leikið var á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Bæði lið enda því með sjö stig og eru komin áfram á næsta stig undankeppninnar. Spánn vann riðilinn með betri markatölu en Ísland.

Alexander Máni Guðjónsson kom Íslandi yfir á 32. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Iago Barreiros og var staðan í hálfleik 1:1.

Pedro Rodríguez kom Spáni yfir á 63. mínútu. Ísland átti hins vegar lokaorðið því Gunnar Orri Olsen skoraði jöfnunarmark á 84. mínútu og þar við sat.

Ísland vann Norður-Makedóníu, 4:1, í fyrsta leik og sigraði Eistland, 3:1, í öðrum leik. Leikurinn í gær var því hreinn úrslitaleikur um

...