Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta gerði í gærkvöldi jafntefli, 2:2, gegn Spáni í undankeppni EM, en leikið var á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
Bæði lið enda því með sjö stig og eru komin áfram á næsta stig undankeppninnar. Spánn vann riðilinn með betri markatölu en Ísland.
Alexander Máni Guðjónsson kom Íslandi yfir á 32. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Iago Barreiros og var staðan í hálfleik 1:1.
Pedro Rodríguez kom Spáni yfir á 63. mínútu. Ísland átti hins vegar lokaorðið því Gunnar Orri Olsen skoraði jöfnunarmark á 84. mínútu og þar við sat.
Ísland vann Norður-Makedóníu, 4:1, í fyrsta leik og sigraði Eistland, 3:1, í öðrum leik. Leikurinn í gær var því hreinn úrslitaleikur um
...