Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, og verða þau veitt í þremur verðlaunaflokkum undir heitunum Vara, Staður og Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn…
Eldgos Bók eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring.
Eldgos Bók eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring.

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, og verða þau veitt í þremur verðlaunaflokkum undir heitunum Vara, Staður og Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

Í flokknum Vara eru eftirfarandi vörur tilnefndar: Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring; Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson og peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS.

Í flokknum Verk eru eftirfarandi verk tilnefnd: Verkefnið Börnin að

...