Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, og verða þau veitt í þremur verðlaunaflokkum undir heitunum Vara, Staður og Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.
Í flokknum Vara eru eftirfarandi vörur tilnefndar: Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring; Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson og peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS.
Í flokknum Verk eru eftirfarandi verk tilnefnd: Verkefnið Börnin að
...