Ólympíuleikarnir hafa alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki enda hefur mikið verið um þá rætt og ritað. Nýjasta íslenska bókin er Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948 eftir…
Í Tókýó 2021 Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fyrir utan aðalleikvang leikanna sem var frestað um eitt ár.
Í Tókýó 2021 Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fyrir utan aðalleikvang leikanna sem var frestað um eitt ár.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Ólympíuleikarnir hafa alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki enda hefur mikið verið um þá rætt og ritað. Nýjasta íslenska bókin er Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948 eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, sagnfræðing og íþróttafréttamann, en Sögufélag Reykjavík er útgefandi. Bókin er byggð á BA-ritgerð höfundar 2023.

„Áhugi minn á Ólympíuleikum byrjaði fyrir alvöru þegar ég var íþróttafréttamaður á Mogganum sumarið 2008 og íslenska handboltalandsliðið vann silfrið og sundmaðurinn Michael Phelps og spretthlauparinn Usain Bolt komu fram sem stóru stjörnurnar á leikunum í Beijing,“ segir Þorkell, en sundmaðurinn hreppti átta gullverðlaun og spretthlauparinn skaust upp á

...