Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær Bosníu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti hjá Íslandi í undankeppni fyrir Evrópumótið 2026 sem mun fara fram í janúar 2026 í Danmörku, Svíþjóð og Noregi
Laugardalshöll Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson vill nýta tækifærið til að sanna sig fyrir komandi heimsmeistaramót næsta janúar.
Laugardalshöll Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson vill nýta tækifærið til að sanna sig fyrir komandi heimsmeistaramót næsta janúar. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Undankeppni EM

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær Bosníu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti hjá Íslandi í undankeppni fyrir Evrópumótið 2026 sem mun fara fram í janúar 2026 í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Ásamt Íslandi og Bosníu eru Grikkland og Georgía í riðlinum en Ísland heimsækir síðarnefnda liðið næstkomandi sunnudag.

Fyrirfram er Ísland langsterkasta lið riðilsins en hin þrjú hafa öll verið á uppleið. Þau tóku öll þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar á þessu ári og mættust Bosnía og Georgía þar sem Georgíumenn höfðu betur, 22:19.

Leikirnir fram undan eru mikilvægir fyrir íslenska landsliðið til að koma sér í góða stöðu í riðlinum en einnig

...