Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær Bosníu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti hjá Íslandi í undankeppni fyrir Evrópumótið 2026 sem mun fara fram í janúar 2026 í Danmörku, Svíþjóð og Noregi
Undankeppni EM
Jökull Þorkelsson
jokull@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær Bosníu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti hjá Íslandi í undankeppni fyrir Evrópumótið 2026 sem mun fara fram í janúar 2026 í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Ásamt Íslandi og Bosníu eru Grikkland og Georgía í riðlinum en Ísland heimsækir síðarnefnda liðið næstkomandi sunnudag.
Fyrirfram er Ísland langsterkasta lið riðilsins en hin þrjú hafa öll verið á uppleið. Þau tóku öll þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar á þessu ári og mættust Bosnía og Georgía þar sem Georgíumenn höfðu betur, 22:19.
Leikirnir fram undan eru mikilvægir fyrir íslenska landsliðið til að koma sér í góða stöðu í riðlinum en einnig
...