Útþynnt kosningaloforð birtast lýðnum, sem ræður engu um framhaldið.
Jón Norðfjörð
Jón Norðfjörð

Jón Norðfjörð

Lýðræðisumræðu ber oft á góma hjá okkur. Í daglegu tali er sagt að það ríki lýðræði á okkar góða Íslandi og á hátíðarstundum er talað um að við búum í lýðræðisríki. En hvernig virkar lýðræðið? Nú eru kosningar innan seilingar og þjóðin fær að kjósa. Úrval flokka hefur sjaldan verið meira. Lýðræðið felst svo í því að fá að kjósa einn af þessum flokkum.

En hvert er svo framhaldið? Í raun og veru veit enginn hvað tekur við. Ófyrirséð munu einhverjir flokkar koma sér saman um myndun ríkisstjórnar og fjöldi ráðherra ræðst af þörfum flokkanna. Útþynntu kosningaloforðin birtast svo lýðnum sem ræður engu um framhaldið og einhver stefna verður til sem jafnvel aldrei var rætt um fyrir kosningar.

Er þetta þvæla?

Hér lýsi ég minni sýn á það hvernig lýðræðið er

...