— AFP/Megan Varner

Raðirnar voru langar á mörgum kjörstöðum er Bandaríkjamenn gengu til forsetakosninga. Í Atlanta í Georgíuríki tóku sumir foreldrar börn sín með á kjörstað og virðast barbídúkkur einnig hafa fengið að fljóta með. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var verið að loka síðustu kjörstöðunum og talning um það bil að hefjast. Úrslitin ráðast helst af niðurstöðum í sjö ríkjum þar sem baráttan hefur verið hörð.