Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gert þjónustusamning við Grænvang um mótun samstarfs um loftslagsaðgerðir stjórnvalda og atvinnulífs. Það voru þau Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra málaflokksins og Nótt Thorberg forstöðumaður Grænvangs …
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gert þjónustusamning við Grænvang um mótun samstarfs um loftslagsaðgerðir stjórnvalda og atvinnulífs.

Það voru þau Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra málaflokksins og Nótt Thorberg forstöðumaður Grænvangs sem undirrituðu samninginn, en markmið hans er að móta og þróa samstarf milli aðilanna um innleiðingu loftslagsaðgerða. Verkefnið á að vinna á grundvelli nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og með hliðsjón af loftslagsvegvísum atvinnulífsins.