Harpa Bartók ★★★★½ Mozart ★★★★★ Schumann ★★★★· Tónlist: Béla Bartók (Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu), Wolfgang Amadeus Mozart (Hornkonsert nr. 4 í Es-dúr) og Robert Schumann (Sinfónía nr. 4 í d-moll). Einleikari: Stefán Jón Bernharðsson (franskt horn). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Tomáš Hanus. Áskriftartónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 17. október 2024.
Framúrskarandi „Með flutningnum sýndi Stefán Jón [Bernharðsson] fram á, svo ekki verður um villst, að hann er í hópi fremstu hornleikara.“
Framúrskarandi „Með flutningnum sýndi Stefán Jón [Bernharðsson] fram á, svo ekki verður um villst, að hann er í hópi fremstu hornleikara.“

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Fyrir skemmstu bárust af því fregnir að gengið hefði verið frá ráðningu tékkneska hljómsveitarstjórans Tomáš Hanus í starf aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu tvö starfsár og mun hann stjórna hljómsveitinni á tvennum tónleikum í Eldborg á hvoru starfsári. Það er að mínu viti mikið gæfuspor, enda Hanus framúrskarandi hljómsveitarstjóri. Eftir tónleika sem hann stjórnaði í Eldborg fyrir réttu ári skrifaði ég líka í Morgunblaðið: „Hér skipti máli að um sprotann hélt hljómsveitarstjóri sem kunni sitt fag og hljómsveitin bar greinilega virðingu fyrir honum. Ef ég ætti að bæta einhverju við þá er það vinsamleg ábending til verkefnavalsnefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands að bjóða Tomáši Hanus sem fyrst aftur.“ Ég hlakkaði því

...