„Ég fékk símtal einn daginn þar sem mér var tjáð að mér yrði sent handrit og ég spurður að því ­hvernig mér litist á að flytja til Íslands um niðdimman vetur,“ segir breski leikarinn Jack Bannon og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hann að því hvernig …
Dimma Jack Bannon í hlutverki Lúkasar í þáttaröðinni Dimmu sem byggist á samnefndri bók Ragnars Jónassonar.
Dimma Jack Bannon í hlutverki Lúkasar í þáttaröðinni Dimmu sem byggist á samnefndri bók Ragnars Jónassonar. — Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Viðtal

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Ég fékk símtal einn daginn þar sem mér var tjáð að mér yrði sent handrit og ég spurður að því ­hvernig mér litist á að flytja til Íslands um niðdimman vetur,“ segir breski leikarinn Jack Bannon og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hann að því hvernig það hafi komið til að hann tók að sér að leika rannsóknarlögreglumanninn Lúkas í þáttaröðinni Dimmu [e. The Darkness] sem byggist á samnefndri bók Ragnars Jónas­sonar. „Ég hugsaði því með mér: „Ú, ég hef aldrei komið þangað en langar til að fara svo ég las handritið og féll alveg fyrir því.“ Ég myndi segja að Ísland væri í rauninni aðalpersónan í þáttunum og þættirnir heita The Darkness sem er bókstaflega það sem ég upplifði í þrjá mánuði. En það var æðislegt og ég elskaði það.“

Spurður í framhaldinu hvernig

...