Dagmál Stefán Einar ræðir við Gísla Frey Valdórsson um kosningarnar.
Dagmál Stefán Einar ræðir við Gísla Frey Valdórsson um kosningarnar. — Morgunblaðið/Hallur Már

Fullyrðingar um að lýðræðið myndi líða undir lok í Bandaríkjunum ef Donald Trump næði kjöri sem 47. forseti Bandaríkjanna standast enga skoðun. Þetta segir Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og ritstjóri Þjóðmála. Hann er gestur Dagmála að þessu sinni og gerir þar upp niðurstöður forsetakosninganna síðastliðinn þriðjudag.

Í þættinum bendir hann á að lýðræðið í Bandaríkjunum sé þeirrar gerðar að eftir fjögur ár verði kosinn nýr forseti í Hvíta húsið og þar að auki séu aðeins tvö ár í að kosið verði að nýju um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þriðjung öldungadeildarsætanna.

Í kosningunum nú náði Repúblikanaflokkur Trumps þeirri sterku stöðu að fá meirihluta í öldungadeildinni og flest bendir til þess að flokkurinn hafi einnig tryggt sér áframhaldandi meirihluta í fulltrúadeildinni.

Mörg kannanafyrirtæki voru á miklum villigötum síðustu vikurnar fyrir kosningar, ef sú mynd sem þau drógu upp af stöðu mála vestanhafs er skoðuð í

...