Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Skattahækkunaráform Samfylkingarinnar eru umfjöllunarefni leiðara Viðskiptablaðsins í vikunni. Þar er bent á að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hafi sagt að flokkurinn ætlaði ekki að hækka skatta á „vinnandi fólk“. Af þessu megi draga þá ályktun að „smiðir, hárgreiðslufólk, pípulagningamenn og lögfræðingar teljist ekki lengur með í hópi hinna vinnandi stétta. Það er nefnilega fólkið sem mun greiða hærri skatta þegar Samfylkingin hrindir úr vör áformum sínum um að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%.“

Þessi boðaða skattahækkun muni helst bitna á „einyrkjum sem hafa stofnað rekstur utan um sérfræðiþekkingu sína. Herferð flokksins um að loka „EHF-gatinu“ svokallaða beinist því fyrst og fremst að fólki með iðnmenntun og öðrum með sérfræðikunnáttu sem stofnað hafa lítinn rekstur í kringum

...