Árin á milli er yfirskrift sýningar Laimonas Dom Baranauskas sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi við Tryggvagötu í dag kl. 16. Á sýningunni má sjá portrett af fimm konum á aldrinum frá fimmtugu til áttræðs. Myndirnar eru allar hafðar svarthvítar til að undirstrika svipbrigði og andlitsdrætti, fyrr og nú. Tekin var ein mynd af hverri konu sem var skeytt saman við gamalt stúdíóportrett af viðkomandi. Þannig verður til 30 til 60 ára bil á milli tveggja portretta. Með þessari aðferð skoðar ljósmyndarinn hugtakið „að eldast“ og sjá má hvernig andlitsdrættir breytast með tímanum. „Sú hugmynd að fegurð sé einungis bundin við ungt fólk er lífseig í samfélaginu. Markmið Baranauskas er að storka þessari hugmynd með því að sýna þá fegurð og sérstöðu sem aldurinn færir fólki,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 12. janúar 2025 og er opin virka daga frá kl. 10 til 18 en frá 13
...