Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ljóst var í gærmorgun að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og nú frambjóðandi Repúblikanaflokksins, hefði tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að vera kjörinn Bandaríkjaforseti á nýjan leik. Trump verður einungis annar maðurinn í sögunni á eftir Grover Cleveland til þess að gegna embættinu á tveimur kjörtímabilum með hléi á milli.
Kannanir síðustu daga og vikna gáfu til kynna að mikil spenna myndi ríkja á kosninganótt, og var jafnvel óttast að niðurstaðan myndi ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga, eins og gerðist fyrir fjórum árum.
Beindust sjónir manna aðallega að sjö svonefndum sveifluríkjum, þar sem staðan var hnífjöfn í aðdraganda kosninganna, en þau eru Pennsylvania, Michigan, Wisconsin,
...