Inga Svala Þórsdóttir (1966) Bæjarlækur, 1999 Ljósmynd, 127,5 x 89 cm
Inga Svala Þórsdóttir (1966) Bæjarlækur, 1999 Ljósmynd, 127,5 x 89 cm

Listasafn Íslands hefur eignast tvö verk eftir Ingu Svölu Þórsdóttur sem flokka má til líkamslistar. Það var löngum fátítt hér á landi að listamenn nýttu eigin líkama sem efnivið, sérstaklega meðal kvenna enda ekki sjálfgefið að þess háttar list kæmist til skila óbrengluð. Það orkaði jafnvel tvímælis um miðjan sjöunda áratuginn þegar hin bandaríska Carolee Schneemann fékk Erró til að taka af sér ljósmyndasyrpu á evuklæðum, umvafinni plasti og reipi, útataðri í olíulit og skríðandi, málandi snákum. Öll sú tímamótandi syrpa er nú fyrir nokkrum árum komin í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Bæjarlækur er ljósmynd af listakonunni á þunnum rauðum kjól, svartri kápu og svörtum stígvélum. Hún stendur gleið í steintröppum, lyftir lítið eitt upp um sig og kastar af sér vatni. Í baksýn eru bersýnilega opinberar byggingar, líklega bæjarskrifstofur. Athöfnin lýsir kankvísri forsmán í garð þeirra sem löngum hafa hamrað á forgangi manna sem migið geti standandi. Jafnframt ögrar hún

...