Sigurræðan Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í gærmorgun þegar ljóst þótti að hann hefði borið sigur úr býtum í Pennsylvaníuríki.
Sigurræðan Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í gærmorgun þegar ljóst þótti að hann hefði borið sigur úr býtum í Pennsylvaníuríki. — AFP/Jim Watson

Ljóst varð í gærmorgun að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi Repúblikanaflokksins, hefði náð að tryggja sér endurkjör þegar greint var frá því að hann hefði náð að vinna Pennsylvaníuríki. Var þar með ljóst að Kamala Harris, varaforseti og frambjóðandi demókrata, gæti ekki fengið meirihluta kjörmanna, jafnvel þótt enn ætti eftir að fá niðurstöður úr sex öðrum ríkjum.

Trump sagði við stuðningsmenn sína skömmu eftir að bandarískar sjónvarpsstöðvar lýstu yfir sigri hans að þetta væri „pólitískur sigur sem Bandaríkin hefðu aldrei séð áður“. Þá sagði hann að nú væri kominn tími til þess að „græða sár þjóðarinnar“ og að hann vildi hjálpa til við það.

Trump náði ekki bara meirihluta kjörmanna, heldur hlaut hann einnig meirihluta greiddra atkvæða í kjörinu, og er hann fyrsti forsetaframbjóðandi repúblikana til þess að ná því frá því að George W. Bush náði endurkjöri árið 2004.

Meðbyrinn sem sigur Trumps veitti

...