Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Anna Ragnheiður Grétarsdóttir og eiginmaður hennar, Jón Hálfdán Jónasson, unnu draumaferð til ítölsku eyjunnar Ischia í september í leik á K100, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Áfram Flakk. Í samtali við Morgunblaðið og K100 lýsir Anna Ragnheiður ferðinni sem algjörlega einstakri upplifun, og hún er nú þegar farin að skoða næstu ferð þangað. Hins vegar staðfestir hún að eftir tvær heimsóknir á síðustu tveimur árum muni hún ekki leita aftur til Tenerife.
Ferðin hófst með flugi til Rómar, þaðan tóku þau þriggja tíma rútu til Napólí, og að lokum klukkutíma ferju frá Napólí til Ischia. „Það var dásamlegt að horfa á ítölsku sveitirnar og njóta landslagsins á leiðinni,“ segir Anna Ragnheiður, heilluð af náttúrufegurðinni.
Ferðin
...