Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nýja skipið reynist vel og æfingar á því eru mikilvægar,“ segir Höskuldur Árnason, formaður björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ. Sveitin fékk um miðjan október til afnota nýtt björgunarskip, Björgu, og reynslan hingað til er góð. Mikilvægt þykir að bjargir til sjós séu öruggar við utanvert Snæfellsnes, svo mikil er útgerð þar. Á vetrarvertíðinni þarf stundum að aðstoða stærri bátana. Á sumrin í tengslum við strandveiðarnar, þegar tugir ef ekki fleiri smábátar eru á sjó á Breiðafjarðarsvæðinu, koma líka upp atvik sem sinna þarf. Einmitt þá hafa útköll björgunarsveita verið flest og þá er mikilvægt að hafa öflugt skip.
Fjórtán í skipinu
Félagar úr Lífsbjörg, 14 manna hópur, tóku síðastliðið laugardagskvöld þátt í æfingu
...