Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Á sama tíma og Donald Trump tryggði sér endurkjör sem forseti Bandaríkjanna náðu repúblikanar að endurheimta meirihluta sinn í öldungadeildinni, en þar er í hverjum kosningum kosið um þriðjung þeirra 100 þingsæta sem eru í deildinni.
„Landslagið“ í þessum kosningum þótti hagsætt repúblikönum, þar sem einungis var kosið um 11 þingsæti þeirra á móti 19 sem tilheyrðu demókrötum eða óháðum þingmönnum, á sama tíma og þeir þurftu einungis að vinna tvö þingsæti demókrata til þess að tryggja sér meirihluta. Þá var einnig ljóst fyrirfram að af þeim þingsætum sem voru í kjöri að þessu sinni voru fleiri demókratamegin sem voru í sveifluríkjum eða í ríkjum sem venjulegast halla sér að Repúblikanaflokknum.
Til dæmis var nánast öruggt
...