Það dregur til tíðinda hjá bakverði í kvöld þegar hann fer á sína fyrstu körfuboltaæfingu á ævinni, 36 ára að aldri. Eftir að hafa einungis æft fótbolta í yngri flokkum og eitthvað örlítið inn í meistaraflokk þótti það tímabært að prófa loksins aðra íþrótt

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Það dregur til tíðinda hjá bakverði í kvöld þegar hann fer á sína fyrstu körfuboltaæfingu á ævinni, 36 ára að aldri.

Eftir að hafa einungis æft fótbolta í yngri flokkum og eitthvað örlítið inn í meistaraflokk þótti það tímabært að prófa loksins aðra íþrótt.

Æskuvinir úr Árbænum hafa um langt árabil hist í „old boys“-körfubolta og stundum hefur það borist í tal hvort bakvörður vilji ekki prófa.

Einhver skortur á nýjungagirni hefur komið í veg fyrir það í gegnum árin en nú verður ekki aftur snúið, sérstaklega þegar áformin eru formlega komin á prent í blaði allra landsmanna.

Lesendur mega hafa bakvörð í hugsunum sínum í kvöld því þrátt fyrir að hafa unun af því að horfa á körfubolta er getan vísast ekki mikil. Lítil sem engin raunar.

Vinirnir hafa sagt algjöran óþarfa að

...