Stærsta verkefni efnahagsstjórnarinnar er að ná niður vöxtum og verðbólgu. Það hefur verið ánægjulegt að sjá aðgerðir til að ná niður verðbólgu skila árangri. Þannig hefur hún lækkað úr 10,2% þegar hún mældist hæst, niður í 5,1%. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var jákvætt skref í átt að lægri vöxtum, en lægri vextir eru stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Það hefur engum dulist að húsnæðisliðurinn hefur vegið þungt í verðbólgumælingum undanfarin misseri en vísitala neysluverðs án húsnæðis var um 2,8% í síðustu mælingu.
Ýmsu hefur verið komið til leiðar á undanförnum árum í húsnæðismálum. Þannig hefur ríkið til dæmis stutt myndarlega við uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eru ætluð til að treysta húsnæðisöryggi og tryggja viðráðanlegan húsnæðiskostnað tekjulægri heimila. Hlutdeildarlánunum var einnig komið á, sem nýtast til dæmis fyrstu kaupendum. Húsnæðisstuðningur
...