Kolbrún Bergþórsdóttir
Ljósvakahöfundur horfði á erlendar sjónvarpsstöðvar á kosninganótt þegar frjálslynt fólk um allan heim bjóst við að fagna því að Kamala Harris yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Á einni stöðinni sagðist fréttamaður hafa hitt hóp ungra blökkumanna sem sögðu honum að þeir ætluðu allir að kjósa Trump. Fréttamaðurinn gat ekki leynt undrun sinni og þeir fyrtust við og sögðu við hann: Af hverju megum við ekki kjósa Trump, er það af því að við erum svartir?
Í kosningabaráttunni umkringdi Harris sig heimsfrægu fólki og sýndi umheiminum að hún væri hluti af elítu sem líkast til hefði ekki mikið jarðsamband. Trump steikti franskar á McDonalds og klæddi sig upp sem ruslakarl til að mótmæla orðum Joe Bidens um að fylgjendur Trumps væru rusl. Gott hjá honum, sögðu kjósendur.
Það skrýtnasta sem ljósvakahöfundur hefur heyrt varðandi kosningarnar var þegar spákona á Útvarpi
...