Þjóðin Víðtækt samfélag fólks sem á ýmislegt sameiginlegt.
Þjóðin Víðtækt samfélag fólks sem á ýmislegt sameiginlegt.

Það er engin tilviljun að þegar við göngum til alþingiskosninga þurfum við að hafa íslenskan ríkisborgararétt. Við erum að kjósa okkur fulltrúa til að fara með málefni lands og þjóðar, og það geta engir gert fyrir okkur.

Eins er með þingmennina, ábyrgð þeirra er mikil og þeir hafa fjöreggið og framtíðina í höndunum og vei, ef þeir glutra.

Skilgreining á þjóð er eitthvað á þá leið að það sé samfélag manna sem eiga sér sameiginlega hagsmuni og framtíð, vegna skyldleika, landamæra, trúar og menningar. Þannig hefur þjóðarhugtakið verið praktíserað um aldir. Ekki þannig að skilja að allir hafi alltaf verið ánægðir, en takmarkið er alltaf það sama: að vinna eigin þjóð gagn.

Í okkar tilfelli eru markmiðin klár: Halda fullu sjálfstæði, yfirráðum yfir landi og auðlindum og sameinast í framförum

...