Það er ótrúlegur lækningamáttur fólginn í því að hitta menn sem veikst hafa af krabbameini, sem lifa hvern dag sem gjöf og eftir lífsgildum sínum. Þeir eru flestir með athyglina á sínum nánustu og finna gleðina í því sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut,“ segir Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar, félags karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Þá fyllast þeir sem eru á miðri leið í veikindum sínum þreki og von.“
Þetta er kjarninn í batasamfélögum sambærilegum því sem Framför er að byggja upp. „Þeir sem leita til okkar eru að upplifa alls konar tilfinningar og það er eðlilegt. Við karlmenn þurfum að koma út úr hellinum okkar þegar á reynir í lífinu og muna að allar tilfinningar hafa tilgang í bataferlinu,“ segir Guðmundur og tekur dæmi um sjálfsvorkunn „Sjálfsvorkunn og reiði er hluti af sorgarferlinu, þegar við erum
...