Viðtal
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég fæddist í Reykjavík og bjó í Stykkishólmi þangað til ég flutti til Kaliforníu átta ára gömul,“ segir Ragnhildur Helgudóttir sem erfitt er að titla svo vel sé. Hún er menntaður framleiðandi kvikmynda og sjónvarpsefnis frá New York Film Academy í Los Angeles þar sem hún hefur verið búsett um langt árabil en fæst nú orðið mikið við þýðingar og tengsl íslenskra efnisútgefenda við bandaríska framleiðendur.
Sem dæmi um þetta síðastnefnda má geta þess að Ragnhildur var ráðgjafi teymisins sem framleiddi Simpsons-þættina annáluðu þegar Íslandsþáttur þeirrar þáttaraðar var framleiddur, en frá þessu greindi hún í viðtali hér í Morgunblaðinu árið 2017. Tveimur árum síðar sagði hún mbl.is frá því að hún byggi handan
...