Upptökur hófust í gær á viðtölum við oddvita allra framboða í öllum kjördæmum, en þau verða birt á mbl.is á næstu vikum og útdráttur úr þeim á síðum Morgunblaðsins. Blaðamenn Morgunblaðsins, þeir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, munu…
Upptökur hófust í gær á viðtölum við oddvita allra framboða í öllum kjördæmum, en þau verða birt á mbl.is á næstu vikum og útdráttur úr þeim á síðum Morgunblaðsins.
Blaðamenn Morgunblaðsins, þeir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, munu taka viðtölin; við tíu oddvita í hverju kjördæmi nema Reykjavík norður, en þar eru þeir ellefu talsins.
Viðtölin eru stutt og snörp, um 15 mínútna löng að jafnaði. Þar er farið yfir kosningabaráttuna í heild, grafist fyrir um stóru málin, einstök áherslumál framboðanna og eftir atvikum sérstök hagsmunamál hvers kjördæmis eða atvinnugreina.
Þá er einnig farið yfir stöðu einstakra flokka miðað við fylgiskannanir og hvernig menn telja framhaldið munu teiknast upp, þar á meðal mögulegt
...