Danielle Rodriguez var valin í íslenska landsliðið í körfubolta í fyrsta skipti fyrir leikina gegn Slóvakíu í kvöld og Rúmeníu á sunnudag í undankeppni Evrópumótsins. Danielle kom fyrst til Íslands árið 2016 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári
Körfubolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Danielle Rodriguez var valin í íslenska landsliðið í körfubolta í fyrsta skipti fyrir leikina gegn Slóvakíu í kvöld og Rúmeníu á sunnudag í undankeppni Evrópumótsins. Danielle kom fyrst til Íslands árið 2016 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum en lítur nú á Ísland sem heimili sitt.
„Það er mjög góð tilfinning að vera orðin íslensk. Það var mjög góð tilfinning þegar ég fékk ríkisborgararéttinn í desember, fyrir ýmsar sakir, og nú líka vegna körfuboltans því ég get spilað með landsliðinu. Ég er stolt af að geta kallað mig fulltrúa Íslands,“ sagði Danielle í samtali við Morgunblaðið.
Hún hefur áður verið
...