Hildur Björnsdóttir
Í vikunni kynnti borgarstjóri þá tálsýn að borgin væri vel rekin. Sagði hann viðsnúning hafa orðið í rekstri borgarinnar í kjölfar umfangsmikilla hagræðingaraðgerða síðustu tveggja ára. Útkomuspá fyrir rekstur borgarsjóðs gerði nú ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu. Það sem borgarstjóri lét þó hjá líða að nefna var að allt hangir þetta á þeirri óskhyggju að Perlan seljist fyrir áramót.
Að hagræða sannleikanum
Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,2 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 5,3 milljarða. Starfsfólki hélt jafnframt áfram að fjölga, einna helst í yfirbyggingunni. Hvergi eru yfirlýstar hagræðingar í sjónmáli.
Samhliða hækkuðu tekjur borgarinnar hins vegar um 17,3 milljarða. Vandi borgarinnar er því
...