Snyrtivörurnar fyrir hátíðarnar streyma inn í verslanir núna og kjörið tækifæri að prófa sig áfram með fleiri liti. Brúnkan frá sumrinu er líklega ekki enn til staðar og þá er ráð að hressa upp á andlitið með sólarpúðri og bleikum varalit

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Snyrtivörurnar fyrir hátíðarnar streyma inn í verslanir núna og kjörið tækifæri að prófa sig áfram með fleiri liti. Brúnkan frá sumrinu er líklega ekki enn til staðar og þá er ráð að hressa upp á andlitið með sólarpúðri og bleikum varalit. Þetta er líka tíðin til að prófa sig áfram með liti sem þú notar ekki venjulega, eins og fjólubláa tóna sem eru orðnir vinsælir í augnförðun.

Það er mikið úrval af rakakremum sem gefa húðinni aukinn ljóma ef þörf er á því. Rose Radiance-kremið frá Clarins gerir einmitt það en formúlan sléttir, eykur ljóma og jafnar húðtóninn. Varaolían frá sama merki hefur verið vinsæl síðustu ár og hægt að fá hana í formi varasalva með lit í sem hressir upp á andlitið í skammdeginu.

Fyrir förðun dagsdaglega er gott að hafa í huga að annaðhvort leggja áherslu á varir eða augu. Svo má auðvitað bæta í fyrir dramatískara útlit við

...