Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur gefið úr lokaskýrslu um alvarlegt atvik sem varð í Sundahöfn í Reykjavík í júlí í fyrra. Vegna mikils hvassviðris mistókst að koma stóru skemmtiferðaskipi, Silver Moon (40 þúsund brúttótonn), frá bryggju
Sundahöfn Haki (nær) og Magni draga Silver Moon frá Skarfabakka og í áttina til Viðeyjar.
Sundahöfn Haki (nær) og Magni draga Silver Moon frá Skarfabakka og í áttina til Viðeyjar.

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur gefið úr lokaskýrslu um alvarlegt atvik sem varð í Sundahöfn í Reykjavík í júlí í fyrra.

Vegna mikils hvassviðris mistókst að koma stóru skemmtiferðaskipi, Silver Moon (40 þúsund brúttótonn), frá bryggju. Skipið skall harkalega á bryggjukant og minnstu munaði að dráttarbáturinn Haki yrði milli skips og bryggju. Skemmdir urðu bæði á skipi og bryggju.

Fyrr þetta sama kvöld munaði aðeins örfáum metrum að annað stórt skemmtiferðaskip, AIDALuna (69 þúsund brúttótonn), rækist á Skarfagarð þegar skipið var að láta úr höfn. Litlu munaði að Haki lenti í hættu í því atviki. Frá skýrslu rannsóknarnefndarinnar um það mál var fjallað í

...