Ekkert samfélag býr til verðmæti eða eykur velmegun án orku. Til þess að geta staðið undir velferð þarf vélin að virka.
Eiríkur S. Svavarsson
Eiríkur S. Svavarsson

Eiríkur S. Svavarsson

Á sjö ára valdatíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ríkt nær algjör kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar. Engir nýir orkukostir hafa komist á framkvæmdastig. Afleiðingarnar hafa birst síðustu ár í formi ítrekaðra skerðinga á afhendingu raforku til stórnotenda, hækkandi raforkuverðs til almennings, lækkunar útflutningsverðmæta, minni fyrirsjáanleika fyrirtækja í rekstri og minni samkeppnishæfni. Á endanum birtast afleiðingarnar í lakari lífskjörum. Skerðingar síðustu 12 mánaða ollu allt að 10% lækkun á því útflutningsverðmæti sem stórnotendur skapa þjóðarbúinu.

Grípum tækifærin vegna umbreytinganna í orkumálum

Í umbúðastjórnmálum síðustu ára er það allt að því kaldhæðni að á sama tíma og stjórnvöld hafa sett landinu afar metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 hefur nær ekkert

...