Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. „Ráðgjafar okkar eru til staðar þegar á þarf að halda,“ segir Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. „Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fær fólk ókeypis stuðning, ráðgjöf og fræðslu um félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er.“
Þá talar Þorri um að hjá Krabbameinsfélaginu starfi hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar og ráðgjöfin sé í boði á íslensku, ensku og pólsku. „Við bjóðum upp á mjög fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf og þar má meðal annars minnast á símaráðgjöf, viðtöl, sálfræðiþjónustu, fræðslufundi, djúpslökun, hugleiðslu og jóga, fjarviðtöl
...