Ingibjörg Erlingsdóttir tónlistarkona hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2024 en viðurkenningin var nýverið veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Hveragerði. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ingibjörg hafi unnið…
Verðlaunuð Ingibjörg hefur unnið „glæsilegt starf í þágu tónlistar.“
Verðlaunuð Ingibjörg hefur unnið „glæsilegt starf í þágu tónlistar.“

Ingibjörg Erlingsdóttir tónlistarkona hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2024 en viðurkenningin var nýverið veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Hveragerði.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ingibjörg hafi unnið glæsilegt starf í þágu tónlistar, tónlistarkennslu og kórstjórnun á Suðurlandi. Í starfi sínu er Ingibjörg sögð leggja mikla áherslu á að hvetja unga sem aldna til söng- og hljóðfæraiðkunar.

Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS á sviði menningar á Suðurlandi. Alls bárust 11 tilnefningar um 10 ­verkefni af öllu Suðurlandi og segir í tilkynningu að mikil breidd hafi verið í tilnefningum.