Grunnurinn að því að upplifa hamingjuna í lífinu er að þú munir hversu dásamleg manneskja þú ert og að horfa upp og rýna í möguleikana í stað þess að stara ofan í moldina.
Matti segir ákveðin tækifæri fólgin í bataferlinu þegar karlmenn greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Matti segir ákveðin tækifæri fólgin í bataferlinu þegar karlmenn greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Hvað getur þú sagt okkur um störf þín fyrir Ljósið?

„Í Ljósinu kem ég mest að karlastarfinu, held fyrirlestra og kem inn á námskeið fyrir nýgreindar konur og fræðslufundi fyrir karlmenn sem miða að uppbyggingu í þeim breytingum sem þetta ferli hefur oft í för með sér. Ég hitti reglulega hópa með yngri mönnum og einnig þeim sem eldri eru. Ég sé einnig um svokallaðan Strákamat á föstudögum í hádeginu sem er dásamlegur og styðjandi félagsskapur um 20 karlmanna í Ljósinu og ég býð upp á einkaviðtöl fyrir einstaklinga sem vilja fá hvatningu og horfa áfram veginn í bataferlinu sínu.“

Hvað ganga karlmenn í gegnum sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli?

„Þeir ganga í gegnum breytingar. Þetta krabbamein leitar í líffærið sem skiptir okkur miklu

...