Óli Þór Árnason veðurfræðingur er nýr gestur á heimilum landsmanna. Óhætt er að segja að hann hafi komið sterkur inn um síðustu helgi í frumraun sinni á RÚV sem veðurfræðingur í sjónvarpsfréttum; þar sem hann sagði frá lægðum, hæðum, hita, vindáttum og veðurbrigðum
Félagar „Í starfi mínu hef ég oft talað við bændur og sjómenn sem fylgjast vel með náttúrunni og geta með þekkingu sinni oft sagt til um veður næsta dags,“ segir Óli Þór, útivistarmaðurinn hér með hundinum Skugga.
Félagar „Í starfi mínu hef ég oft talað við bændur og sjómenn sem fylgjast vel með náttúrunni og geta með þekkingu sinni oft sagt til um veður næsta dags,“ segir Óli Þór, útivistarmaðurinn hér með hundinum Skugga.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Óli Þór Árnason veðurfræðingur er nýr gestur á heimilum landsmanna. Óhætt er að segja að hann hafi komið sterkur inn um síðustu helgi í frumraun sinni á RÚV sem veðurfræðingur í sjónvarpsfréttum; þar sem hann sagði frá lægðum, hæðum, hita, vindáttum og veðurbrigðum. Kunnugum ber saman um að spá Óla hafi í meginatriðum gengið eftir, svo framhaldið veit á gott. Þjóðin sýndi sjónvarpsmanninum nýja strax mikla athygli. Umræður hófust á félagsmiðlum og hagyrðingar létu ekki sitt eftir liggja í umsögnum sínum um manninn sem Morgunblaðið hitti nú í vikubyrjun. Við tókum kaffibolla á heimili Óla Þórs í Grafarvogi í Reykjavík; manns sem á jeppa sem er nauðsynlegur þeim sem stundar fjallaferðir, veiðar og er með hunda.

Skeytalestur var heilög stund

...