Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið sem karlar fá hér á landi,“ segir Rafn Hilmarsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga á Landspítala. „Meðalaldur karlmanna sem fá krabbameinið er í kringum 72 ár, því má segja að þetta sé sjúkdómur eldri manna þótt menn geti verið allt niður í fimmtugt að greinast. Það eru í kringum 2.800 einstaklingar á lífi með sjúkdóminn í dag og í kringum 270 einstaklingar sem greinast á ári hverju. Þannig að þetta er stór hópur karla sem við fylgjumst með,“ segir Rafn og bætir við: „Fyrr á öldum dóu menn ungir úr slysum, vosbúð og smitsjúkdómum. Þeir lifðu sjaldnast nógu lengi til að fá blöðrushálskirtilskrabbamein. Algengi þessa krabbameins í dag endurspeglar í raun og veru hversu gott við höfum það og hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, karlar lifa nógu lengi til að fá þennan sjúkdóm. Krabbameinið er læknanlegt ef það er staðbundið en ef það hefur dreift sér frá
...