Rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær og stendur hún frammi fyrir miklum og vaxandi skuldavanda.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Rekstur Reykjavíkurborgar er ekki sjálfbær og stendur borgin frammi fyrir miklum og vaxandi skuldavanda. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, sem lagt var fram í borgarstjórn sl. þriðjudag. Frumvarpið sýnir að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar hefur ekki tök á fjármálum borgarinnar og að rekstur hennar er ósjálfbær.

Borgarsjóður mun skila 531 milljónar króna rekstrarafgangi árið 2024 samkvæmt útkomuspá. Er það mun betri árangur en á síðasta ári þegar borgarsjóður var gerður upp með næstum fimm milljarða króna tapi. Hins vegar hefur verið upplýst að væntanlegur rekstrarafgangur í ár standi og falli með því að sala Perlunnar verði að veruleika fyrir áramót. Það er sýnd veiði en ekki gefin.

Jákvæð rekstrarniðurstaða er

...