Virkni á hverasvæðinu við Geysi í Haukadal er enn með mesta móti svo þar bullsýður í hverum sem áður voru aðgerðalitlir. „Samspilið í jarðfræðinni sem þessu veldur er mjög áhugavert,“ segir Dagur Jónsson sem er yfirlandvörður Umhverfisstofnunar á svæðinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Virkni á hverasvæðinu við Geysi í Haukadal er enn með mesta móti svo þar bullsýður í hverum sem áður voru aðgerðalitlir. „Samspilið í jarðfræðinni sem þessu veldur er mjög áhugavert,“ segir Dagur Jónsson sem er yfirlandvörður Umhverfisstofnunar á svæðinu. Atburðarás þessi á svæðinu hófst 19. október síðastliðinn og stendur enn. Ekkert verður heldur sagt til um framvinduna, samanber að núverandi hræringar hófust án nokkurs fyrirvara.