Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Á undanförnum tveimur áratugum hefur kaupmáttur launa sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum norrænu löndunum. Á sama tíma hafa lítil og meðalstór fyrirtæki glímt við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi.

Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn beita sér gegn skattahækkunum á þessa hópa og tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar sem hefur hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi.

Önnur hver króna

Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og

...