Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is.
Sjávarútvegsráðstefnan verður sett í 14. sinn í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Stjórnun fiskveiða – svo miklu meira en kvóti.
Kristinn Hjálmarsson formaður ráðstefnunnar segir að markmið hennar sé að vera samskiptavettvangur allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti.
,,Fólk sem lifir og hrærist í atvinnugrein hefur örugglega allt aðra sýn á hlutina en þeir sem standa utan hennar. Það geta verið óbeinir hagsmunaaðilar sem hafa kannski ekki sett sig almennilega inn í greinina. Við vitum alveg að við höfum skoðanir á allskonar í samfélaginu, samgöngukerfinu, heilbrigðiskerfinu, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Það er gaman að pæla og rökræða en ef við erum alveg hreinskilin
...