Olaf Scholz kanslari hélt í gær neyðarfundi með samstarfsmönnum sínum í þýsku ríkisstjórninni í þeirri von að hægt væri að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Vinna við þýsku fjárlögin stendur nú yfir, en deilur hafa komið upp á milli þýskra…
Olaf Scholz
Olaf Scholz

Olaf Scholz kanslari hélt í gær neyðarfundi með samstarfsmönnum sínum í þýsku ríkisstjórninni í þeirri von að hægt væri að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Vinna við þýsku fjárlögin
stendur nú yfir, en deilur hafa komið upp á milli þýskra sósíaldemókrata, græningja og frjálslyndra demókrata um hvernig best megi koma þeim fyrir.

Christian Lindner fjármálaráðherra og leiðtogi frjálslyndra demókrata hefur krafist þess að gerðar verði umtalsverðar umbætur á þýska hagkerfinu og einnig gælt við þá hugmynd að FDP dragi sig úr stjórninni.

Scholz sagði í gær að hægt væri að finna lausn á vandanum ef vilji væri fyrir hendi, en félli meirihlutinn gæti þurft að boða til kosninga næsta vor.