Vegna þessa mæli ég með fyrir alla að taka hvern dag og gera hann að besta degi lífsins.
Þráinn Þorvaldsson er hér í miðjunni ásamt börnum sínum þeim Óskari Þór, Hrönn og Sif Þráinsbörnum.
Þráinn Þorvaldsson er hér í miðjunni ásamt börnum sínum þeim Óskari Þór, Hrönn og Sif Þráinsbörnum.

Greiningin var áfall fyrir okkur hjónin fyrir 19 árum og útlitið var ekki gott. Læknar spáðu illa fyrir mér ef ég færi ekki í meðferð sem var viðtekin venja nær allra karla á þeim tíma. Ég og eiginkona mín, Elín Guðrún Óskarsdóttir sem nú er látin, ákváðum því að safna ánægjustundum, sem er fjárfesting sem ég sé ekki eftir í dag. Við framkvæmdum strax það sem okkur datt í hug í stað þess að bíða með það til morguns. Við ferðuðumst töluvert innanlands og utan. Við byrjuðum árið 2005 á því að fara í ferð til Kína og fórum í aðventuferðir í byrjun desember með Bændaferðum til Pilsen, Prag og Nürnberg. Við gerðum alltaf eitthvað jákvætt enda vissum við aldrei hvað morgundagurinn bar í skauti sér,“ segir Þráinn Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SagaMedica og fyrrverandi formaður Framfarar, félags karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Þráinn er brautryðjandi í

...