Greiningin var áfall fyrir okkur hjónin fyrir 19 árum og útlitið var ekki gott. Læknar spáðu illa fyrir mér ef ég færi ekki í meðferð sem var viðtekin venja nær allra karla á þeim tíma. Ég og eiginkona mín, Elín Guðrún Óskarsdóttir sem nú er látin, ákváðum því að safna ánægjustundum, sem er fjárfesting sem ég sé ekki eftir í dag. Við framkvæmdum strax það sem okkur datt í hug í stað þess að bíða með það til morguns. Við ferðuðumst töluvert innanlands og utan. Við byrjuðum árið 2005 á því að fara í ferð til Kína og fórum í aðventuferðir í byrjun desember með Bændaferðum til Pilsen, Prag og Nürnberg. Við gerðum alltaf eitthvað jákvætt enda vissum við aldrei hvað morgundagurinn bar í skauti sér,“ segir Þráinn Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SagaMedica og fyrrverandi formaður Framfarar, félags karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Þráinn er brautryðjandi í
...