Hvar á vatnið að vera á jörðinni? Á það að vera í hafinu? Á það að vera í andrúmsloftinu? Eða á það að vera í jöklunum?
Sveinbjörn Jónsson
Sveinbjörn Jónsson

Sveinbjörn Jónsson

Það er mjög bagalegt að Hallveig og Ingólfur tóku ekki með sér farsímana þegar þau fóru frá Noregi. Ef þau hefðu tekið þá með sér ættum við núna margar dagsettar myndir af skaflinum í Esjunni og gætum gert okkur grein fyrir ástandi vatns við breytileg skilyrði veðurfars sem það verður að semja um við sólina og jörðina. Ég er Súgfirðingur og fæ árlega myndir af ástandi skaflanna í Norðureyrargilinu og af Mígandaskaflinum, sem Ævar eða einhver annar kemur á framfæri. Ef Hallveig og Ingólfur hefðu komið hingað u.þ.b. 8.000 árum fyrr hefðu þau væntanlega orðið að taka myndina frá knerrinum og við þeim hefði blasað Esjujökull og vinstra megin við hann eyja með jökulhettu þar sem nú stendur Akrafjall (sbr. „Til Ástu frá Akurey“, myndband á facebooksíðu minni). Eitthvað svolítið fyrr hefðu þau ekki komist á staðinn fyrir jökli sem huldi allt landið og náði sums staðar

...