Við ætlum að setja skýr markmið um árangur og koma íslensku menntakerfi á þann stað sem það á heima: í flokk þeirra þjóða sem skara fram úr.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Pétur Zimsen

Við ætlum að afstýra neyðarástandi í skólakerfinu með kraftmiklum aðgerðum. Um helmingur drengja og þriðjungur stúlkna eru ekki með grunnfærni í lesskilningi. Það er óviðunandi.

Við stöndum því á tímamótum. Við getum látið reka á reiðanum eða skapað samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni er varið í grunnskólakerfið en árangurinn er ekki eftir því. Í samfélagi sem byggist á jöfnum tækifærum er það óviðunandi að stór hluti barna hafi ekki grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám.

Afleiðingar slaks námsárangurs eru alvarlegar og m.a. þær að börn njóta ekki jafnra tækifæra. Smám saman molnar undan lýðræðinu og samkeppnishæfni okkar Íslendinga dalar – sem rýrir lífsgæði okkar allra. Þjóðir sem ná árangri í menntamálum

...