Íslendingar hafa skiptar skoðanir á því hvenær sé viðeigandi að setja upp jólatréð. Sumir eru strax komnir í jólaskap en aðrir bíða til Þorláksmessu. Í morgunþættinum Ísland vaknar deildu hlustendur sínum sjónarmiðum. Bolli greindi frá því að frænka hans hefði skreytt um síðustu helgi, sem Heiðari fannst „galið“ í byrjun nóvember. Annar hlustandi sagði jólatréð ekki eiga að koma fyrr en 1. desember, á meðan einn taldi 23. desember rétta daginn til að setja það upp, þar sem hún vildi fá að halda afmæli sitt í friði.
Nánar á K100.is.